FORMÁLI

Leikmannasamtök Íslands eru stofnuð fyrir íþróttamenn á Íslandi. Allir íþróttamenn eru velkomnir í samtökin, hvort sem þeir eru að íslensku eða erlendu bergi brotnir.Leikmenn, þjálfarar og dómarar í öllum íþróttagreinum eru velkomnir í samtökin. Eina skilyrðið er að leikmaður, þjálfari eða dómari sé skráður í íþróttafélag á Íslandi.
Leikmannasamtök Íslands hafa hagsmuni íþróttamannsins að leiðarljósi og aðstoða meðlimi samtakanna í einu og öllu í eftirfarandi atriðum:

 • Ráðgjöf og önnur aðstoð varðandi samningagerð. Fagfólk les yfir samninga. Við mætum með leikmönnum á samningafundi óski þeir þess.

 • Ráðgjöf og aðstoð ef að leikmaður lendir í útistöðum við félag.

 • Meðlimur samtakana hefur aðgang að lögfræðingi að kostnaðarlausu.

 • Samtökin aðstoða meðlinmi í nauð, t.d við áfengisfíkn, spilafíkn ofl.

 • Samtökin beita sér gegn fordómum, rasisma, brot á jafnrétti, hvort sem á við um jafnrétti kynja, húðlitar ofl innan íþróttahreyfingarinnar.

 

Félagsmenn í Leikmannasamtökum Íslands skulu fara eftir eftirfarandi atriðum:

 • Vera skráðir í samtökin og hafa greitt ársgjald.

 • Ársgjald kostar 6150 (150 krónur í bankagjald).  Greiðsluseðill er sendur félagsmanni í febrúar ár hvert. Nánari upplýsingar undir “Gerast Félagsmaður”

 • Til að leikmannasamtök Íslands vinni fyrir félagsmann skal hann/hún vera skráður félagsmaður og hafa greitt ársgjald.

 • Komi til þess að fara þarf í dómsmál skal stjórn Leikmannasamtaka Íslands taka loka ákvörðun um málið.

 • Leitað verður allra leiða áður en til dómsmáls kemur.

 

Réttur og skyldur félagsmanns

 • Félagsmaður Leikmannasamtaka Íslands skal fara eftir lögum og reglum samtakanna. Stjórn Leikmannasamtaka Íslands ákveður lög og reglur og getur breytt þeim á stjórnarfundi.

 • Meðlimur skuldbindur sig til að vera meðlimur í að minnsta kosti 12 mánuði.

 • Skuldi félagsmaður ársgjald vinna samtökin ekki fyrir félagsmann fyrr en ársgjald er greitt.

 • Meðlimur hefur aðgang að ráðgjöf og þeirri aðstoð sem samtökin bjóða upp á, þar á meðal fríum lögfræðing.

 • Sé leikmaður ekki félagsmaður skal stjórn álykta um hvort samtökin taki málið að sér.

 

Stjórn

 • Stjórn Leikmannasamtaka Íslands er skipuð 7 stjórnarmönnum.

 • Stjórnarfundur telst löglegur með 3 stjórnarmönnum.

 • Stjórn hefur heimild til að breyta reglum og lögum á stjórnarfundi.

 • Ársfundur skal fara fram einu sinni á ári. Stjórn boðar til ársfundar, í samráði við endurskoðanda Leikmannasamtaka Íslands. Enor sér um bókhald Leikmannasamtaka Íslands.

 • Meðlimum er heimilt að bjóða sig fram í stjórn Leikmannasamtaka Íslands, og skal sú stjórnarseta vara í 2 ár í senn. Kosning skal fara fram á aðalfundi.

 • Sé stjórnarmaður vanhæfur í ákveðnu máli skal sá sami víkja af fundi.

 • Meirihluti stjórnar skal ráða er koma upp erfið mál.

 • Sé um dómsmál að ræða skulu 5 af 7 stjórnarmeðlimum samþykkja að fara fyrir dómstóla.

 • Ef 5 af 7 stjórnarmeðlimum krefst auka ársfundar skal það verða samþykkt. Auka ársfundur skal fara fram ekki síðar en 1 mánuði eftir kröfu um auka ársfund. Þeirri kröfu skal skilað inn skriflega til samtakana og er aðeins hægt að ræða þau mál sem tilkynnt eru í kröfunni er varða auka ársfund.

 

Stjórn Leikmannasamtaka Íslands er skipuð eftirfarandi aðilum árið 2018 – 2019.

  Hafdís Hinriksdóttir – Stjórnarformaður

  Kristinn Björgúlfsson, Framkvæmdarstjóri

  Garðar Jóhannsson

  Pavel Ermolinskji

  Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir

  Grímur Óli Geirsson

  Arnar Sveinn Geirsson

 

Ársfundur

Stjórn Leikmannasamtaka Íslands skal leggja eftirfarandi gögn fram:

 • Ársreikning. Enor endurskoðun sér um bókhald Leikmannasamtaka Íslands

 • Önnur gögn er fundurinn þarf á að halda.