top of page

20. nóv. 2025
Aðalfundur LSÍ fer fram 4. Desember n.k.
Leikmannasamtök Íslands (LSÍ), kt. 530614-2040, boða til aðalfundar sem haldinn verður þann 4. desember 2025 klukkan 12:00 í Bragganum Nauthólsvík (Nauthólsvegur 100, 102 Reykjavík).
Dagskrá aðalfundar:
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár yfirfarin og lögð fram til samþykktar
Ársreikningur félagsins lagður fram til samþykktar
Kjör stjórnar
Ákvörðun um félagsgjald
Önnur mál
Rétt til setu og atkvæðis á fundinum hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald samtakanna.
Við hvetjum áhugasama félagsmenn til að senda fyrirspurn varðandi framboð til stjórnar LSÍ á framkvæmdastjóra LSÍ á netfangið sif@leikmenn.is.
Hlökkum til að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundi samtakanna 4. desember 2025.
bottom of page

