top of page

Tilkynning um aðalfund LSÍ

20. nóv. 2025

Aðalfundur LSÍ fer fram 4. Desember n.k.

Leikmannasamtök Íslands (LSÍ), kt. 530614-2040, boða til aðalfundar sem haldinn verður þann 4. desember 2025 klukkan 12:00 í Bragganum Nauthólsvík (Nauthólsvegur 100, 102 Reykjavík).


Dagskrá aðalfundar:


  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár yfirfarin og lögð fram til samþykktar

  2. Ársreikningur félagsins lagður fram til samþykktar

  3. Kjör stjórnar

  4. Ákvörðun um félagsgjald

  5. Önnur mál 


Rétt til setu og atkvæðis á fundinum hafa þeir félagsmenn sem greitt hafa árgjald samtakanna. 

Við hvetjum áhugasama félagsmenn til að senda fyrirspurn varðandi framboð til stjórnar LSÍ á framkvæmdastjóra LSÍ á netfangið sif@leikmenn.is.

Hlökkum til að sjá sem flesta félagsmenn á aðalfundi samtakanna 4. desember 2025.


bottom of page