4. júl. 2023
Samskiptaleiðir
Þann þriðja júní síðastliðinn héldu Leikmannasamtök Íslands fyrirlestur um samstarfsverkefni LSÍ, FIFPro og KSÍ um samskiptaleiðir íþróttamanna um ofbeldi í íþrótta og æskulýðsstarfi.
Á FIFPro kvennaþinginu var verkefnið kynnt formlega, þar sem góðar umræður mynduðust meðal gesta og LSÍ, þar sem mikill áhugi var fyrir verkefninu frá öðrum leikmannasamböndum ásamt leikmönnum innan kvennaknattspyrnunnar.
Verkefnið snýr að hvert einstaklingar innan íþrótta og æskulýðsstarfs á Íslandi eiga að leita ef þeir verða fyrir, vita um eða verða vitni að hverskonar ofbeldi í íþrótta og æskulýðsstarfi.
Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem veitir öllum þeim innan íþrótta og æskulýðsstarfs ráðgjöf og aðstoð. Samskiptaráðgjafi er bundinn trúnaði og ræður einstaklingurinn ferðinni.
Hægt er að nálgast samskiptaráðgjafa á www.samskiptaradgjafi.is eða í síma: 581 1009
Viljum við koma fram sérstökum þökkum á leikmenn og þjálfara knattspyrnuhreyfingarinnar sem tóku þátt í verkefninu með okkur.