top of page

LSÍ fær rétt til þingsetu, málfrelsi og tillögurétt

25. feb. 2023

LSÍ fær rétt til þingsetu á ársþingi KSÍ.

77. ársþing KSÍ fer fram á Ísafirði í dag, þann 25. febrúar 2023.


Þetta þing er Leikmannasamtökum Íslands sérstaklega mikilvægt þar sem kosið var um rétt samtakanna til þingsetu á ársþingi KSÍ og að samtökin hafi málfrelsi og tillögurétt á þinginu.

Þingið samþykkti breytingu á lögum KSÍ, og hafa Leikmannasamtök Íslands nú þingseturétt fyrir 2 fulltrúa, málfrelsi og tillögurétt.


Viðurkenning þessi er afar gleðileg og mikilvæg fyrir leikmenn og hefur verið markmið samtakana frá stofnun þess, 4. janúar 2014.


Leikmenn og þeirra réttindi eru mjög mikilvæg og mun LSÍ halda áfram að gæta að hagsmunum leikmanna og gæta þess að rödd þeirra heyrist.

bottom of page