4. jan. 2024
10 ára afmæli
Leikmannasamtök Íslands fagna í dag, 4.janúar 10 ára afmæli sínu.
Frá upphafi hafa samtökin sett leikmenn og hag þeirra í fyrsta sæti.
Samtökin hafa lagt gríðarlega mikla vinnu í starf fyrir leikmenn óháð sérsambandi og stefnum við enn hærra í komandi framtíð.
Verkefnin fram undan eru mörg, og afar mikilvæg.
Markmið LSÍ í komandi verkefnum verður það sama og alltaf; Hagur leikmanna í fyrirrúmi.
LSÍ er „candidate“ meðlimur að FIFPro, fullgildur meðlimur að EPHU (Europien Handball Players Union). Á síðasta ársþingi KSÍ, 2023 var LSÍ viðurkennt innan KSÍ.
LSÍ á í miklu samstarfi við önnur leikmannasamtök um allan heim, sérstaklega á norðurlöndum.
Hrósa ber leikönnum fyrir samstöðu í þeirra baráttu, sem er hvergi nærri búin.
Þakka ber sérsamböndum fyrir samstarfið í gegnum árin, og við hlökkum til komandi samstarfs.
Á meðal stofnfélaga LSÍ árið 2014 voru meðal annars:
Hrafnhildur Skúladóttir
Ingimundur Ingimundarson
Sveinn Margeirsson
Pavel Ermolinskij
Rakel Logadóttir
Garðar Jóhannsson
Sigurvin Ólafsson
Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir
Við hlökkum til komandi tíma
Afmæliskveðjur
Stjórn LSÍ