10. maí 2023
Ársþing Evrópudeildar
Dagana 3-4 maí fór fram ársþing Evrópudeildar FIFPro í Búkarest, Rúmeníu.
Í desember síðastliðnum ákvað Bobby Barns að stíga niður sem forseti Evrópudeildar FIFPro. David Terrier, varaformaður frönsku leikmannasamtakana (UNFP), hlaut í framhaldi tilnefningu um forsetaembættið og var Terrier formlega kosinn inn á þinginu í Búkarest.
David Terrier er fyrrverandi atvinnumaður sem spilaði m.a. fyrir Metz, Newcastle United, West Ham United og Nice.
Framkvæmdarstjóri FIFPRo, Jonas Bear-Hoffman, ræddi meðal annars um þau fjölmörgu mál sem snerta félagsmenn í Evrópu og einnig á heimsvísu, eins og of mikið leikjaálag, vernd leikmannagagna (player data) og samræmda staðla fyrir landslið.
Mál Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn sínu gamla félagi Lyon var meðal annars tekið upp til að ýta undir mikilvæga vinnu í framhaldi af sigri Söru Bjarkar.
Dr. Alex Culvin, yfirmaður stefnumótunar og rannsókna FIFPro kvennafótbolta, tók til máls um lágmarksviðmið UEFA fyrir kvennalandsliðin.
Joachim Walltin, framkvæmdastjóri FIFPro Evrópu, tók fram í ræðu sinni að nokkrir evrópskir hagsmunaaðilar mættu á þingið í Rúmeníu, þar á meðal ECA, fulltrúar European Leagues og UEFA. Zvonimir Boban, fyrrverandi landsliðsmaður Króatíu og Chief of Football hjá UEFA, tók einnig til máls um leikjaálag í knattspyrnu eins og hlutirnir líta út í dag.
Nýlega fullgiltur forseti Terrier fékk til liðs við sig á sviðinu Robert Pires, sigurvegara FIFA HM 1998, sem ræddi um leikmenn sem taka þátt í ákvarðanatöku og vinnuálagi.
Arsenal goðsögnin sagði: „Það kemur mér í opna skjöldu að ekki sé spurt um álit leikmanna. Leikurinn hefur breyst og vinnuálag hefur aukist hjá leikmönnum“.
Hann hélt áfram: „Það er mikilvægt að hagsmunaaðilar eins og UEFA og ECA séu viðstaddir. Áður en fleiri keppnum er bætt við verðið þið að spyrja leikmennina“.
Þingið endaði á góðgerðarleik Rúmeníu AFAN All-stars og FIFPro Europe til að afla fjár fyrir Mihaita Nesu foundation. Áberandi leikmenn voru Pires og rúmenski landsliðsmaðurinn Razvan Rat.